Rætt heimspekilega um málefni flóttamanna

Ræddi nýverið málefni flóttamanna útfrá sjónarhorni heimspeki og siðfræði á fundi norrænna framkvæmdastjóra félagslegs húsnæðis. Áhugaverðar pælingar komu fram eins og búast mátti við þegar áhugavert viðfangsefni er tekið til skoðunar.

Hér má sjá nokkrar af þeim glærum sem notaðar voru en ljósmyndirnar tók ég sjálfur. /JB

Slide01

Slide02

Slide07

Slide10

Hvað er málið með Almar og kassann?

Heimspekinemar í 10. bekk við Réttarholtsskóla skoðuðu Almar og kassamálið heimspekilega í morgun. Almar var á skjánum og lagt var upp með spurninguna: Hvað er málið?

Ýmsar spurningar, sjónarhorn, túlkanir og pælingar komu upp. Hér koma nokkur dæmi úr tímanum:

  • Málið er að hann er að sýna hvernig dýrum líður.
  • Hlýtur hann ekki að vera með hrikalega innilokunarkennd og er ekki vond lykt þarna?
  • Hann nennir kannski ekki að sækja börnin.
  • Þetta á að vera um það hvernig við komum fram við náungann, en það væri hægt að koma því betur til skila, frekar en að vera nakinn í kassa. Hann er bara að sækjast eftir athygli.
  • Af hverju myndi fólk hafa áhuga á að horfa á nakinn „dúdda“ í kassa?
  • Er einhver merking á bakvið þetta sem bara hann skilur?
  • Er það sanngjarnt að hann búist við því að einhverjir kaupi handa honum mat?
  • Hann er að þessu sem verkefni í Listaháskólanum. Er hann að reyna að sleppa við að læra í viku?
  • Málið er að hann heldur að þetta sé list.
  • Af hverju þarf hann að vera nakinn?
  • Þetta er verkefni þar sem hann þarf ekki að gera neitt nema chilla í viku.
  • Kannski var mamma hans reið út í hann og hann þorði ekki heim þannig að hann lokaði sig inni í kassa þar sem hún nær honum ekki. Einhverskonar Emil í Kattholti aðferð.
  • Hann er að breyta ásjónu okkar á veruleikanum.
  • Hann er að fá athygli.
  • Hann er að vekja athygli á neyslumenningunni, enda sýnir ruslið inni hjá honum smækkaða mynd af neyslusamfélaginu.
  • Hann er að virkja hugsun fólks.
  • almar-300x160
  • Eitt af þvísem barst í tal var það hvers vegna virðist svona mikill áhugi á því þegar hann hefur hægðir í ljósi þess að flestir hafa hægðir að minnsta kosti einu sinni á sólarhring, sbr:
  • http://www.visir.is/myndlistarneminn-kukadi-i-kassanum/article/2015151139899

Fjölbreytt útgáfa heimspekirita handa nemendum og almenningi

20150917_155032Smátt og smátt hefur útgáfa heimspekirita á íslensku fyrir nemendur og almenning verið að aukast. Frá hausti 2012 hefur Sísyfos heimspekismiðja átt þátt í útgáfu fjögurra heimspekibóka sem eru:

Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki.

68 æfingar í heimspeki. Námsgagnastofnun gaf út sem vefbók sem nálgast má á eftirfarandi slóð:

http://vefir.nams.is/flettibaekur/namsefni/68_aefingar/

Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? …. og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er.

Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki.

Á myndinni má einni sjá ritið Það er auðveldara að kljúfa atóm heldur en fordóma sem er hugsað sem námsefni um fjölmenningu handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum og nálgast má á vef mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur:

Click to access thad_er_audveldara_ad_kljufa_atom_heldur_en_fordoma.pdf

Bækurnar Eru allir öðruvísi? og Erum við öll jöfn? fást í bókaverslunum Eymundsson og Máli og menningu. Ef til vill eru örfá eintök eftir af bókinni Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest…. til hjá Iðu í Lækjargötu og Vesturgötu.

Ýmislegt fleira er í vinnslu og væntanlegt á næstu árum í þessum flokki sem oft kallast hversdagsheimspeki / heimspeki handa almenningi (e. popular philosophy).

Til að fá nánari upplýsingar má senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com.

Sókrates í Borgarleikhúsinu

20151003_100827

Leikritið um Síðustu stundir Sókratesar var frumsýnt nýverið. Þetta er frábært framtak hjá Borgarleikhúsinu sem ber að fagna, ekki síst vegna þess að á Íslandi er heimspeki lítt þekkt grein. Heimspekin kemur ekki víða við sögu í skólum landsins og í opinberu lífi eru málin sjaldan tekin heimspekilegum tökum, þó oft sé fullþörf á því. Borgarleikhúsið hefur hér stigið mikilvægt skref í að kynna heimspekinginn Sókrates fyrir þjóðinni. Í leikskrá verksins geta áhugasamir svo lesið sér enn frekar til um þetta ólíkindatól sem Sókrates svo sannarlega var.

Verkið fær fínan dóm í Fréttablaðinu 3. október, en þar segir m.a.:

Sókrates er engu lík og leikhúsaðdáendur ættu ekki að láta þessa grátbroslegu trúðaóperu fram hjá sér fara.

 

Bókin Erum viđ öll jöfn? Kynjamál og heimspeki komin í fleiri bókaverslanir

Nú er bókin Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki komin í bókabúðir Eymundsson um land allt. Áður var hún komin í sölu í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Bókina má engu síður panta beint frá útgefanda með því að senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com eða hringja í síma 8449211. Ef bókin er pöntuð beint frá útgefanda kostar hún kr. 2500-

20150913_152802

Erum við öll jöfn? komin í Bókabúð Máls og menningar

Erum við öll jöfn? bók um kynjamál og heimspeki er nú fáanleg í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Bókin er á leið í fleiri bókaverslanir á næstu dögum. Hana má engu að síður panta beint frá útgefanda í síma 8449211 eða með því að senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com.

SCN_0006

Ný heimspekibók var að koma út: Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki

Út var að koma bókin Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki. Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti kynjamála með heimspekilegum hætti. Í bókinni má finna kveikjur að heimspekilegum samræðum um kynjamál handa fólki á öllum aldri, börnum, unglingum og fullorðnum. Einnig eru tillögur að notkunarmöguleikum. Höfundur texta er Jóhann Björnsson og um myndskreytingar sá Björn Jóhannsson. Bókin fæst í bókaverslunum Eymundsson og Máls og menningar, en hana má einnig panta með því að senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com. Verð (ef pantað er): kr. 2500-
bókin er 47 bls. Útgefandi Sísyfos heimspekismiðja. Mögulegt er að fá kynningu frá höfundi á því hvernig nálgast megi kynjamálin með aðferðum heimspekinnar.

Untitled

Heimspekingurinn Stephen Law í heimsókn

Breski heimspekingurinn Stephen Law verđur hér á landi í bođi Siđmenntar og flytur tvö erindi á vegum félagsins. Mánudaginn 31. ágúst ræđir Law þađ sem hann kallar Believing bullshit á Kex hosteli Skúlagötu 28 kl. 20.

Miđvikudaginn 2. september kl.17 í stofu HT104 á Háskólatorgi,  flytur hann erindi sem kallast The war for children’s mind.

Auk þess mun Law hitta háskólakennara og nemendur á meðan á dvöl hans stendur.

Stephen Law er heimspekingur og rithöfundur. Á međal bóka sem hann hefur gefiđ út eru Believing Bullshit, The Philosophy Gym, The Great philosophers, A very short Introduction to Humanism, The War for Children´s Mind. Hann hefur einnig skrifað bækur sem höfða til barna og unglinga s.s. The philosophy Gym, The Philosophy Files og The Outer Limits. Hann ritstýrir einnig tímaritinu Think: Philosophy for everyone. Hann hefur birt fjölda greina og í síðasta hefti Hugar Tímariti Félags áhugamanna um heimspeki birtist grein eftir hann um heimspekinginn Immanúel Kant í þýðingu Gunnars Ragnarssonar.

Allir eru velkomnir á þessa viðburði.

Stephen Law mynd

Stephen Law fyrir miðju á alþjóðaþingi International Humanist and Ethical Union í ágúst 2014.

20150816_123845

Nánar um Stephen Law:

http://journals.cambridge.org/repo_A72V8TEm

http://www.centerforinquiry.net/blogs/blibnblob

http://www.closertotruth.com/contributor/stephen-law/profile

Áhugaverđar heimspekibækur fyrir börn og unglinga

20150704_145532Í borginni Nice í Frakklandi fann ég dágott úrval af heimspekibókum fyrir börn og unglinga. Reyndar tel ég þessi rit ekki síđur eiga erindi viđ fullorđna enda kveikja þau og varpa fram fjölmörgum spurningum sem vert er ađ glíma viđ óháđ aldri. Bækurnar sem ég keypti eru flestar þematengdar eins og titlarnir gefa til kynna: La nature et la pollution (Náttúra og mengun). La chance et la malchance (Heppni og óheppni) Les garçons et les filles (Strákar og stelpur) Qui suis je (Hver er ég?) Les questions des petits sur la mort (Spurningar barna um dauđann) L’ aventure de la pensée (Ævintýri hugsunarinnar) Spennandi lestur framundan međ tilheyrandi heilabrotum. JB