heimspekismiðja

Archive for október, 2015|Monthly archive page

Fjölbreytt útgáfa heimspekirita handa nemendum og almenningi

In Uncategorized on október 20, 2015 at 5:07 e.h.

20150917_155032Smátt og smátt hefur útgáfa heimspekirita á íslensku fyrir nemendur og almenning verið að aukast. Frá hausti 2012 hefur Sísyfos heimspekismiðja átt þátt í útgáfu fjögurra heimspekibóka sem eru:

Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki.

68 æfingar í heimspeki. Námsgagnastofnun gaf út sem vefbók sem nálgast má á eftirfarandi slóð:

http://vefir.nams.is/flettibaekur/namsefni/68_aefingar/

Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? …. og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er.

Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki.

Á myndinni má einni sjá ritið Það er auðveldara að kljúfa atóm heldur en fordóma sem er hugsað sem námsefni um fjölmenningu handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum og nálgast má á vef mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur:

Click to access thad_er_audveldara_ad_kljufa_atom_heldur_en_fordoma.pdf

Bækurnar Eru allir öðruvísi? og Erum við öll jöfn? fást í bókaverslunum Eymundsson og Máli og menningu. Ef til vill eru örfá eintök eftir af bókinni Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest…. til hjá Iðu í Lækjargötu og Vesturgötu.

Ýmislegt fleira er í vinnslu og væntanlegt á næstu árum í þessum flokki sem oft kallast hversdagsheimspeki / heimspeki handa almenningi (e. popular philosophy).

Til að fá nánari upplýsingar má senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com.

Sókrates í Borgarleikhúsinu

In Uncategorized on október 3, 2015 at 10:22 f.h.

20151003_100827

Leikritið um Síðustu stundir Sókratesar var frumsýnt nýverið. Þetta er frábært framtak hjá Borgarleikhúsinu sem ber að fagna, ekki síst vegna þess að á Íslandi er heimspeki lítt þekkt grein. Heimspekin kemur ekki víða við sögu í skólum landsins og í opinberu lífi eru málin sjaldan tekin heimspekilegum tökum, þó oft sé fullþörf á því. Borgarleikhúsið hefur hér stigið mikilvægt skref í að kynna heimspekinginn Sókrates fyrir þjóðinni. Í leikskrá verksins geta áhugasamir svo lesið sér enn frekar til um þetta ólíkindatól sem Sókrates svo sannarlega var.

Verkið fær fínan dóm í Fréttablaðinu 3. október, en þar segir m.a.:

Sókrates er engu lík og leikhúsaðdáendur ættu ekki að láta þessa grátbroslegu trúðaóperu fram hjá sér fara.

 

%d bloggurum líkar þetta: