heimspekismiðja

Archive for september, 2014|Monthly archive page

Heimspekibók uppseld hjá útgefanda

In Uncategorized on september 20, 2014 at 7:44 e.h.

Nú er hver ađ verđa síđastur til ađ ná sér í eintak af bókinni Ef þú óskar þess ađ fá hest í afmælisgjöf og færđ flóđhest, hefur þá óskin ræst? …. og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er. Bókin er uppseld hjá útgefanda en nokkur eintök eru til í bókaverslununum Iđu, Eymundsson, og Máli og menningu.

forsiða

Lifað án trúarbragða

In Uncategorized on september 8, 2014 at 5:06 e.h.

um_humanisma_1Siðmennt, félag siðrænna húmanista stendur fyrir námskeiðinu Lifað án trúarbragða. Um er að ræða þrjú kvöld, 2. 9. og 16. október n.k. kl. 20 – 22.
Verð: kr. 5000- fyrir félagsmenn Siðmenntar, kr. 8000- aðrir. Innifalið í námskeiðsgjaldi er bókin Um húmanisma eftir Richard Norman.

Staðsetning: Hótel Saga.

Skráningar: Senda má póst á netfangið johann@sidmennt.is eða í síma 8449211

Í námskeiðslýsingu segir m.a.:

Fjallað er á gagnrýninn hátt um ýmis álitamál húmanismans eins og þau koma fyrir í bók Richard Norman Um húmanisma. Húmanismi er stefna sem sækir hugmyndir sínar til ýmissa heimspekinga allt frá Grikklandi til forna s.s. Sókratesar, Platons og Aristótlesear til síðari tíma heimspekinga eins og John Stuarts Mills, Bertrand Russells og Jean – Paul Sartres.

Húmanisminn leggur áherslu á manninn, möguleika hans og ábyrgð á eigin lífi í veröld þar sem ekkert er víst um guð. Á námskeiðinu verður stuðst við bók Richard Norman Um húmanisma (Ormstunga 2012). Þátttakendur lesa bókina en í stað þess að rekja innihald bókarinnar á námskeiðinu mun kennari draga fram ýmis álitamál og verða þau skoðuð með gagnrýnu hugarfari og rökrædd. Um er að ræða heimspekilega málstofu þar sem mikið er lagt upp úr gagnrýninni nálgun þátttakenda á viðfangsefnið og heimspekilegum samræðum.

Á námskeiðinu mun margt bera á góma s.s.:

• Er eitthvað sérstakt við það að vera manneskja?
• Er hægt að lifa tilgangsríku lífi án trúarbragðanna?
• Hefur guð eitthvað að gera með siðferðið?
• Má hver gera það sem hann vill við sjálfan sig?
• Hver er hlutur gagnrýninnar hugsunar, rökræðu, siðfræði og mannréttinda í húmanismanum?
• Á húmanisminn erindi í nútímasamfélagi?

Námskeiðið er fyrir alla sem áhuga hafa á hugmyndasögu, heimspeki og siðfræði. Ekki eru gerðar kröfur um menntun eða reynslu.

Kennari:

Jóhann Björnsson er með MA próf í heimspeki frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu. Hann hefur í mörg ár kennt heimspeki og siðfræði á unglinga – og framhaldsskólastigi og er sérstaklega áhugasamur um að kynna heimspekina og aðferðir hennar almenningi.

%d bloggurum líkar þetta: