heimspekismiðja

Archive for október, 2014|Monthly archive page

Heimspekibækur komnar í Bókabúð Máls og menningar

In Uncategorized on október 28, 2014 at 8:27 e.h.

Bókin Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? hefur nú verið prentuð aftur og er komin í sölu m.a. í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg eftir að hafa verið uppseld þar um nokkurt skeið. Einnig er bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki komin í sölu aftur í sömu bókaverslun eftir að hafa verið ófáanleg um tíma í bókaverslunum.

forsiðaforsíðumynd

Heimsókn til heimspekikennara

In Uncategorized on október 25, 2014 at 7:45 e.h.

Félag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Jóhann Björnsson kennari við Réttarholtsskóla ætlar að segja frá því sem hann gerir í heimspekikennslu með 8. – 10. bekkingum. Í skólanum er heimspeki skylda í 8. bekk og val í 9. og 10. bekk.

Tími: fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 kl. 20-22

Staður: Réttarholtsskóli við Réttarholtsveg í Reykjavík stofa 12.

Allir velkomnir.

http://heimspekitorg.is/heimsokn-til-heimspekikennara-2/

CIMG2315

 

Heimspekibók endurprentuð

In Uncategorized on október 20, 2014 at 1:14 e.h.

Bókin Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst?…. og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er, seldist upp hjá útgefanda fyrr í haust. Vegna aukinnar eftirpurnar var ákveðið að prenta bókina aftur og mun sú prentun verða tilbúin síðar í þessari viku. Enn eru samt örfá eintök til í nokkrum verslunum Eymundsson og Iðu. Í lok vikunnar verður bókin aftur til sölu í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi en þar er hún núna uppseld. Bókin er sérstaklega hugsuð fyrir almenning og er ekki síst ætlað að sýna að heimspekin getur verið skemmtilegt tómstundagaman.

forsiða

Ílla ígrunduðum staðhæfingum um skólamál svarað

In Uncategorized on október 10, 2014 at 7:58 e.h.

Eftir um fjögurra vikna bið birti Fréttablaðið loksins grein sem er svar við illa ígrunduðum staðhæfingum Margrétar Pálu Ólafsdóttur um skólamál og birtust í Morgunblaðinu. Greinina má lesa á Vísi. http://www.visir.is/er-skolakerfid-a-nidurleid-/article/2014710109925

Untitled

Hvað ef Guð væri grunnskólakennari? Málþing um trúarbragðafræðslu.

In Uncategorized on október 7, 2014 at 8:43 e.h.

Föstudaginn 10. október verður haldið málþing á vegum Trúarbragðastofu Hugvísindasviðs H.Í. um trúarbragðafræðslu í fjölmenningarsamfélagi. Málþingið hefst kl. 13.20 og fer fram í stofu V157í VR II.

Nánar má lesa um málþingið á síðu Háskóla Íslands:

http://www.hi.is/vidburdir/alitamal_i_truarbragdafraedslu_i_skolum_i_fjolmenningarsamfelagi

Umfjöllun Morgunblaðsins

In Uncategorized on október 2, 2014 at 2:18 e.h.

Morgunblaðið fjallar 2. október um námskeiðið Líf án trúarbragða og sitthvað fleira heimspekilegt.

líf án trúar 1

lif 2

%d bloggurum líkar þetta: