heimspekismiðja

Fjölmenningarfærni

Heimspeki er að einum þræði aðferð sem beita má á fjölmörg viðfangsefni. Undirritaður hefur oft og víða beitt heimspekinni til þess að efla fjölmenningarfærni, bæði með unglingum og fullorðnum. Þar sem slíkt hefur verið gert er unnið með undrun, rökræður og heimspekilegar spurningar til þess að skýra og efla skilning þátttakenda á málinu.

Dæmi um hópa sem hafa tekið þátt í námskeiðum til eflingar fjölmenningarfærni með heimspekilegum aðferðum:

– Unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur.

– Kennarar í grunnskólum.

– Nemendur í grunn- og framhalsskólum (meðal annars nemendur í Brekkubæjarskóla á Akranesi til undirbúnings fyrir komu flóttamanna frá Írak).

– Nemendur í leiðsögunámi.

– Formenn Ungmennafélaga.

– Starfsfólk á vinnustöðum þar sem fólk frá ýmsum löndum starfar saman.

Á vef Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur http://www.reykjavik.is/mannrettindi má finna lesheftið „Það er auðveldara að kljúfa atóm heldur en fordóma, námsefni í fjölmenningarfærni handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum“ eftir Björk Þorgeirsdóttur, Jóhann Björnsson og Þórð Kristinsson. Lesheftið má prenta út en auk þess fylgja með tveir glærupakkar sem nota má með heftinu. Vefslóðirnar eru:

http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/mannr_ttindaskrifstofa/skjol/Mannrettindi_JB-tp.pdf

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3451/4267_view-5057/

Jóhann Björnsson

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: