heimspekismiðja

Sísyfos heimspekismiðja

Sísyfos heimspekismiðja er vettvangur og upplýsingamiðill fyrir heimspekilega ástundun Jóhanns Björnssonar.

Sísyfos heimspekismiðja býður upp á námskeið, kennsluráðgjöf og fyrirlestra í heimspeki og heimspekikennslu.

Sísyfos

Ástæðan fyrir því að nafnið Sísyfos heimspekismiðja varð fyrir valinu er sú að þegar ég stundaði nám í heimspeki las ég mikið bók Alberts Camus Le myth de Sisyphe (Goðsögnin um Sísyfos) þar sem höfundurinn lýsir skemmtilega hlutskipti mannsins. Hann segir frá Sísyfosi, gríska goðinu sem óhlýðnast hafði guðunum. Í refsingarskyni var honum gert að velta steini upp fjall og um leið og hann hafði náð toppnum valt steinninn jafnharðan niður og hann varð að hefja starfið að nýju. Þannig átti Sísyfos að hafa verið dæmdur til þess að vinna tilgangslaust starf endalaust. En Camus benti á að líta má hlutina öðrum augum. Hlutskipti Sísyfosar er í engu frábrugðið hversdagslegu hlutskipti fólks, segir Camus sem túlka má sem tilgangslaust.  Hver og einn hefur ákveðnar byrðar að bera og endurtekningin er hluti lífsins. En ef við getum séð Sísyfos fyrir okkur óhamingjusaman þá getum við líka séð hann fyrir okkur hamingjusaman. Þannig skiptast á skin og skúrir í lífinu. Camus bendir okkur á að lífið sem slíkt hefur ekki annan tilgang en þann sem sérhver einstaklingur gefur lífi sínu. Lífið er ekkert annað er stundin á milli fæðingar og andláts í heimi þar sem guð er ekki til eða í það minnsta ekki verði gert ráð fyrir tilvist hans. Það kemur því í hlut hvers og eins að lifa lífi sínu til fulls og finna því merkingu og tilgang.

Brot úr ferilskrá – Jóhann Björnsson

Lauk BA próf í heimspeki 1992 frá Háskóla Íslands og MA próf í sömu grein 1995 frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu. Kennsluréttindum lokið 2001 frá Háskóla Íslands. Hef kennt heimspeki, siðfræði og fjölmenningarfærni í mörg ár t.d. á námskeiðum Siðmenntar fyrir borgaralega fermingu, í Réttarholtsskóla, hjá Alþjóðahúsi, Mími-Símenntun og ýmsum fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.

Sísyfos að glíma við steininn í túlkun Björns Jóhannssonar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: