heimspekismiðja

Archive for mars, 2013|Monthly archive page

Heimspekileg samræða og forvarnir

In Uncategorized on mars 31, 2013 at 4:35 e.h.

forvarnir 1

Heimspekingarnir Einar Kvaran og Elsa Haraldsdóttir vinna verkefnið Frívaktin í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Verkefnið hefur það að markmiði að nýta heimspekilega samræðu í forvarnarskyni og kanna hversu öflugt tæki slík samræða er í þessu samhengi. 11. mars s.l. var Jóhann Björnsson með innlegg í umræður um heimspekilega samræðu í forvarnarstarfi. Hér má sjá glærur og nokkra umræðupunkta.

forvarnir 2

Forvarnir snúast um það að koma í veg fyrir eða a.m.k. að lágmarka það að skaði eigi sér stað, að einhver bíði tjón á lífi sínu, heilsu og velferð. Það getur gerst á mjög mörgum sviðum.

forvarnir 3forvarnir 4

Það er vel mögulegt að það taki langan tíma fyrir þátttakendur í heimspekilegri samræðu að komast yfir þessar hindranir. En það er lykilatriði að ætla sér ekki of mikið. Kröfurnar verða að vera hófstilltar. Horfa á það litla sem þátttakendur geta, en ekki það mikla sem þeir geta ekki.

forvarnir 5

Við Réttarholtsskóla hefur heimspekileg samræða verið notuð á hin ýmsu viðfangsefni. Þar á meðal hafa viðfangsefni Forvarnardags forseta Íslands verið tekin heimspekilegum tökum með rökræðum í stað áróðurs og innrætingar. Dagur íslenskrar tungu sem Íslensk málnefnd stendur fyrir hefur einnig verið tekinn heimspekilegum tökum þar sem hin ýmsu álitamál varðandi tungumálið eru rökrædd heimspekilega. Það er síðan fastur liður við skólann að fjölmenningin sé rökrædd heimspekilega.

forvarnir 6

Í grundvallaratriðum er svar mitt við þessu nei. Við getum komist að rangri niðurstöðu tímabundið, en ef við höldum áfram og leiðum samræðuna til lykta þá ætti hún að leiða okkur að hinni bestu niðurstöðu að lokum. Við sem þátttakendur í heimspekilegri samræðu verðum að lúta bestu rökum hverju sinni. En fram hefur komið ótti við það að þátttakendur komist að “rangri” niðurstöðu t.d. á degi íslenskrar tungu eða á forvarnardegi forseta Íslands.

forvarnir 7

Hvenær gengur heimspekileg samræða ekki upp? Í þeim tilvikum þar sem þátttakendur eru ekki reiðubúnir að taka hinum bestu rökum, neita að sjá aðra möguleika eða aðrar hliðar en þeir halda fram. Dæmi: Þeir sem eru “á kafi” í dópi og sjá ekkert athugavert við það. Þekkt eru dæmi þar sem slíkir einstaklingar hafna samræðunni. Einnig þeir sem ekki geta sett sig í spor annarra þegar um er að ræða ofbeldis- eða eineltismál.

forvarnir 8Hlutverk heimspekinnar getur verið svo miklu meira heldur en aðeins heimspekileg samræða.

Það má hlusta á erindið í heild sinni hér:

https://plus.google.com/photos/108602298875170332166/albums/5854444337376980609/5854444340509570994

%d bloggurum líkar þetta: