heimspekismiðja

Archive for janúar, 2013|Monthly archive page

Starfsfólk á leikskólum sækir námskeið í siðfræði

In Uncategorized on janúar 17, 2013 at 12:42 e.h.

Miðvikudaginn 16. janúar sóttu 25 starfsmenn við leikskóla stutt inngangsnámskeið í Siðfræði. Áhersla var lögð á að þátttakendur fengju tækifæri til að koma auga á siðferðileg álitamál í fjölmiðlum, bregðast við þeim og rökræða sín á milli. Álitamálin sem komu fram voru mörg, mismunandi og misalvarleg. Sem dæmi má nefna nokkur:

Blátt og bleikt sem stráka- og stelpulitir. Um réttmæti þess að borða ketti. Barnaníð. Meðferð dýra. Um réttmæti þess að borða dýr. Trúarlegt starf í leikskólum. Að vera á föstu með uppeldissystkini sínu. Morð. Að óska einhverjum dauða. Ábyrgð. Um hlut afleiðinga og ætlunar þegar ámælisverð breytni er metin. Fangelsisvist sem betrun eða refsing. Ætti Breivik að fá að hafa kúlupenna í fangelsinu?

Mörg álitamálin fundu þátttakendur og var aðeins brot af þeim rökrætt enda aðeins um stutt inngangsnámskeið að ræða.

nk16

Leikskólabörn í Pyongyang í Norður Kóreu

(ljósmynd Jóhann Björnsson)

Unglingar þjálfa gagnrýna hugsun

In Uncategorized on janúar 15, 2013 at 8:04 e.h.

Nú er undirbúningsnámskeið vegna borgaralegrar fermingar hafið. Þetta er í 25 sinn sem borgaraleg ferming verður haldin og eru þátttakendur alls 214. Á námskeiðinu fá þátttakendur að takast á við ýmis heimspekileg viðfangsefni eins og að hugsa gagnrýnið og takast á við siðferðileg álitamál. Í þessari viku eru gerðar æfingar til þess að þjálfa gagnrýna hugsun. Þar er margt skrítið og skemmtilegt skoðað. Í næstu viku skoðum við síðan rök og röksemdafærslur.

IMG_1547Skrítið og skemmtilegt?

 

Gleðilegt nýtt ár

In Uncategorized on janúar 1, 2013 at 3:38 e.h.

Sísyfos heimspekismiðja óskar öllum velunnurum heimspekinnar gleðilegs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári. 

sísyfos

%d bloggurum líkar þetta: