Hugmynd mín um húmaníska menntun

Ýtið á Sækja hér að ofan til þess að lesa hugmynd mína um húmaníska menntun í fullri lengd. Í skjalinu má finna þá menntafræðilegu nálgun sem ég fylgdi í störfum mínum sem kennari og kennslustjóri borgaralegra ferminga á árunum 1997 – 2020.

Jóhann Björnsson

Bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki, nú aðgengileg á netinu

Bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki, sem út kom árið 2012 er löngu uppseld í prentútgáfu. Hún er nú aðgengileg á vef Félags heimspekikennara.

https://verkefnabanki.wordpress.com/2020/07/18/eru-allir-odruvisi-kennslubok-eftir-johann-bjornsson/

Rætt um tjáningarfrelsi og skólastarf

Laugardaginn 1. okt s.l. var haldið málþing á Akureyri um tjáningarfrelsi og skólastarf, Á maður að segja allt sem maður má segja? Það var Siðmennt sem stóð fyrir málþinginu og voru frummælendur þau Jóhann Björnsson, Sigurður Kristinsson og Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Málþinginu stýrði Sigrún Stefánsdóttir.

 

Rætt heimspekilega um málefni flóttamanna

Ræddi nýverið málefni flóttamanna útfrá sjónarhorni heimspeki og siðfræði á fundi norrænna framkvæmdastjóra félagslegs húsnæðis. Áhugaverðar pælingar komu fram eins og búast mátti við þegar áhugavert viðfangsefni er tekið til skoðunar.

Hér má sjá nokkrar af þeim glærum sem notaðar voru en ljósmyndirnar tók ég sjálfur. /JB

Slide01

Slide02

Slide07

Slide10

Hvað er málið með Almar og kassann?

Heimspekinemar í 10. bekk við Réttarholtsskóla skoðuðu Almar og kassamálið heimspekilega í morgun. Almar var á skjánum og lagt var upp með spurninguna: Hvað er málið?

Ýmsar spurningar, sjónarhorn, túlkanir og pælingar komu upp. Hér koma nokkur dæmi úr tímanum:

 • Málið er að hann er að sýna hvernig dýrum líður.
 • Hlýtur hann ekki að vera með hrikalega innilokunarkennd og er ekki vond lykt þarna?
 • Hann nennir kannski ekki að sækja börnin.
 • Þetta á að vera um það hvernig við komum fram við náungann, en það væri hægt að koma því betur til skila, frekar en að vera nakinn í kassa. Hann er bara að sækjast eftir athygli.
 • Af hverju myndi fólk hafa áhuga á að horfa á nakinn „dúdda“ í kassa?
 • Er einhver merking á bakvið þetta sem bara hann skilur?
 • Er það sanngjarnt að hann búist við því að einhverjir kaupi handa honum mat?
 • Hann er að þessu sem verkefni í Listaháskólanum. Er hann að reyna að sleppa við að læra í viku?
 • Málið er að hann heldur að þetta sé list.
 • Af hverju þarf hann að vera nakinn?
 • Þetta er verkefni þar sem hann þarf ekki að gera neitt nema chilla í viku.
 • Kannski var mamma hans reið út í hann og hann þorði ekki heim þannig að hann lokaði sig inni í kassa þar sem hún nær honum ekki. Einhverskonar Emil í Kattholti aðferð.
 • Hann er að breyta ásjónu okkar á veruleikanum.
 • Hann er að fá athygli.
 • Hann er að vekja athygli á neyslumenningunni, enda sýnir ruslið inni hjá honum smækkaða mynd af neyslusamfélaginu.
 • Hann er að virkja hugsun fólks.
 • almar-300x160
 • Eitt af þvísem barst í tal var það hvers vegna virðist svona mikill áhugi á því þegar hann hefur hægðir í ljósi þess að flestir hafa hægðir að minnsta kosti einu sinni á sólarhring, sbr:
 • http://www.visir.is/myndlistarneminn-kukadi-i-kassanum/article/2015151139899

Fjölbreytt útgáfa heimspekirita handa nemendum og almenningi

20150917_155032Smátt og smátt hefur útgáfa heimspekirita á íslensku fyrir nemendur og almenning verið að aukast. Frá hausti 2012 hefur Sísyfos heimspekismiðja átt þátt í útgáfu fjögurra heimspekibóka sem eru:

Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki.

68 æfingar í heimspeki. Námsgagnastofnun gaf út sem vefbók sem nálgast má á eftirfarandi slóð:

http://vefir.nams.is/flettibaekur/namsefni/68_aefingar/

Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? …. og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er.

Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki.

Á myndinni má einni sjá ritið Það er auðveldara að kljúfa atóm heldur en fordóma sem er hugsað sem námsefni um fjölmenningu handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum og nálgast má á vef mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur:

Click to access thad_er_audveldara_ad_kljufa_atom_heldur_en_fordoma.pdf

Bækurnar Eru allir öðruvísi? og Erum við öll jöfn? fást í bókaverslunum Eymundsson og Máli og menningu. Ef til vill eru örfá eintök eftir af bókinni Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest…. til hjá Iðu í Lækjargötu og Vesturgötu.

Ýmislegt fleira er í vinnslu og væntanlegt á næstu árum í þessum flokki sem oft kallast hversdagsheimspeki / heimspeki handa almenningi (e. popular philosophy).

Til að fá nánari upplýsingar má senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com.