Fyrsta samræðan við litla Tadl – eða afinn ræðir við sonarsoninn

Laugardaginn 30. október s.l. sá ég um nafngöf fyrir ungan dreng sem fæddist í ágúst s.l. Í nafngjafarathöfnum er algengast að athafnarstjórinn tali til viðstaddra, foreldra, ættingja og vina. Að þessu sinni og af gefnu tilefni þar sem um mitt eigið barnabarn var að ræða ákvað ég að breyta út af þeirri venju og bjóða barninu sjálfu upp í samræðu. Fyrsta samræðan við litla Tadl, kalla ég þetta samtal okkar sem fór fram í nafngjafarathöfninni. Hér er rætt um ýmislegt sem lífið og tilveran vekur okkur til umhugsunar um og lesa má í meðfylgjandi skjali. JB

Námskeið um virka, gagnrýna og skapandi hugsun í skólastarfi

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði um gagnrýna hugsun í skólastarfi er lögð áhersla á að kynna leiðir og verkefni sem nýtast við að efla og þjálfa gagnrýna hugsun nemenda. Kennarar fá ráð hvernig skipuleggja megi kennslustundir þar sem megináherslan er á að vinna með gagnrýna hugsun sem slíka annarsvegar og svo hins vegar hvernig megi þjálfa gagnrýna hugsun nemenda þegar unnið er í námsgreinum, einkum íslensku og samfélagsfræði.

Sértök áhersla er lögð á praktíska nálgun viðfangsefnisins þ.e. að kennarar fái tæki og tól sem þeir geta strax farið að vinna með í eigin kennslustundum.

Um gagnrýna hugsun

              Gagnrýnin hugsun er virk hugsun þar sem reynt er að sjá sem flestar hliðar og önnur sjónarhorn á málum áður en afstaða er tekin. Með gagnrýnni hugsun verðum við læsari á hverskyns áróður, gylliboð og falsfréttir og hún hjálpar okkur við að vega og meta hverjum við getum treyst þegar við þurfum að reiða okkur á álit annarra.

Í Rannsóknarskýrslu Alþingis (2010) um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er lögð áhersla á mikilvægi þess að gagnrýnin hugsun verði efld í íslensku samfélagi:

„Þjálfa þarf gagnrýna hugsun og efla læsi borgaranna á hvers kyns áróður og innistæðulausa ímyndarsmíð.“ (8. bindi, bls. 195)

„Í skólum landsins þarf að styrkja ábyrgðarkennd nemenda gagnvart samfélaginu, efla gagnrýna hugsun og vitund þeirra sem borgara í í lýðræðissamfélagi.“ (8. bindi, bls. 241)

Í aðalnámskrá grunnskóla (2013)  er mikilvægi gagnrýninnar hugsunar að finna m.a. með eftirfarandi orðalagi:

„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit.“ (bls. 38)

Um námskeiðshaldara

Jóhann Björnsson lauk M.A. prófi í heimspeki frá K.U. Leuven í Belgíu og kennsluréttindum frá H.Í. Hann hefur kennt við Réttarholtsskóla í Reykjavík frá árinu 2001 og undanfarin ár hefur hann stundað doktorsnám við Menntavísindasvið H.Í. með áherslu á virka gagnrýna og skapandi hugsun í skólastarfi.

Lengd námskeiðs: 1,5 – 2 klst.

Nánari upplýsingar í síma 8449211 eða johannbjo@gmail.com

Bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki, nú aðgengileg á netinu

Bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki, sem út kom árið 2012 er löngu uppseld í prentútgáfu. Hún er nú aðgengileg á vef Félags heimspekikennara.

https://verkefnabanki.wordpress.com/2020/07/18/eru-allir-odruvisi-kennslubok-eftir-johann-bjornsson/

Rætt um tjáningarfrelsi og skólastarf

Laugardaginn 1. okt s.l. var haldið málþing á Akureyri um tjáningarfrelsi og skólastarf, Á maður að segja allt sem maður má segja? Það var Siðmennt sem stóð fyrir málþinginu og voru frummælendur þau Jóhann Björnsson, Sigurður Kristinsson og Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Málþinginu stýrði Sigrún Stefánsdóttir.

 

Rætt heimspekilega um málefni flóttamanna

Ræddi nýverið málefni flóttamanna útfrá sjónarhorni heimspeki og siðfræði á fundi norrænna framkvæmdastjóra félagslegs húsnæðis. Áhugaverðar pælingar komu fram eins og búast mátti við þegar áhugavert viðfangsefni er tekið til skoðunar.

Hér má sjá nokkrar af þeim glærum sem notaðar voru en ljósmyndirnar tók ég sjálfur. /JB

Slide01

Slide02

Slide07

Slide10

Hvað er málið með Almar og kassann?

Heimspekinemar í 10. bekk við Réttarholtsskóla skoðuðu Almar og kassamálið heimspekilega í morgun. Almar var á skjánum og lagt var upp með spurninguna: Hvað er málið?

Ýmsar spurningar, sjónarhorn, túlkanir og pælingar komu upp. Hér koma nokkur dæmi úr tímanum:

 • Málið er að hann er að sýna hvernig dýrum líður.
 • Hlýtur hann ekki að vera með hrikalega innilokunarkennd og er ekki vond lykt þarna?
 • Hann nennir kannski ekki að sækja börnin.
 • Þetta á að vera um það hvernig við komum fram við náungann, en það væri hægt að koma því betur til skila, frekar en að vera nakinn í kassa. Hann er bara að sækjast eftir athygli.
 • Af hverju myndi fólk hafa áhuga á að horfa á nakinn „dúdda“ í kassa?
 • Er einhver merking á bakvið þetta sem bara hann skilur?
 • Er það sanngjarnt að hann búist við því að einhverjir kaupi handa honum mat?
 • Hann er að þessu sem verkefni í Listaháskólanum. Er hann að reyna að sleppa við að læra í viku?
 • Málið er að hann heldur að þetta sé list.
 • Af hverju þarf hann að vera nakinn?
 • Þetta er verkefni þar sem hann þarf ekki að gera neitt nema chilla í viku.
 • Kannski var mamma hans reið út í hann og hann þorði ekki heim þannig að hann lokaði sig inni í kassa þar sem hún nær honum ekki. Einhverskonar Emil í Kattholti aðferð.
 • Hann er að breyta ásjónu okkar á veruleikanum.
 • Hann er að fá athygli.
 • Hann er að vekja athygli á neyslumenningunni, enda sýnir ruslið inni hjá honum smækkaða mynd af neyslusamfélaginu.
 • Hann er að virkja hugsun fólks.
 • almar-300x160
 • Eitt af þvísem barst í tal var það hvers vegna virðist svona mikill áhugi á því þegar hann hefur hægðir í ljósi þess að flestir hafa hægðir að minnsta kosti einu sinni á sólarhring, sbr:
 • http://www.visir.is/myndlistarneminn-kukadi-i-kassanum/article/2015151139899