heimspekismiðja

Hvað er málið með Almar og kassann?

In Uncategorized on desember 4, 2015 at 3:24 e.h.

Heimspekinemar í 10. bekk við Réttarholtsskóla skoðuðu Almar og kassamálið heimspekilega í morgun. Almar var á skjánum og lagt var upp með spurninguna: Hvað er málið?

Ýmsar spurningar, sjónarhorn, túlkanir og pælingar komu upp. Hér koma nokkur dæmi úr tímanum:

 • Málið er að hann er að sýna hvernig dýrum líður.
 • Hlýtur hann ekki að vera með hrikalega innilokunarkennd og er ekki vond lykt þarna?
 • Hann nennir kannski ekki að sækja börnin.
 • Þetta á að vera um það hvernig við komum fram við náungann, en það væri hægt að koma því betur til skila, frekar en að vera nakinn í kassa. Hann er bara að sækjast eftir athygli.
 • Af hverju myndi fólk hafa áhuga á að horfa á nakinn „dúdda“ í kassa?
 • Er einhver merking á bakvið þetta sem bara hann skilur?
 • Er það sanngjarnt að hann búist við því að einhverjir kaupi handa honum mat?
 • Hann er að þessu sem verkefni í Listaháskólanum. Er hann að reyna að sleppa við að læra í viku?
 • Málið er að hann heldur að þetta sé list.
 • Af hverju þarf hann að vera nakinn?
 • Þetta er verkefni þar sem hann þarf ekki að gera neitt nema chilla í viku.
 • Kannski var mamma hans reið út í hann og hann þorði ekki heim þannig að hann lokaði sig inni í kassa þar sem hún nær honum ekki. Einhverskonar Emil í Kattholti aðferð.
 • Hann er að breyta ásjónu okkar á veruleikanum.
 • Hann er að fá athygli.
 • Hann er að vekja athygli á neyslumenningunni, enda sýnir ruslið inni hjá honum smækkaða mynd af neyslusamfélaginu.
 • Hann er að virkja hugsun fólks.
 • almar-300x160
 • Eitt af þvísem barst í tal var það hvers vegna virðist svona mikill áhugi á því þegar hann hefur hægðir í ljósi þess að flestir hafa hægðir að minnsta kosti einu sinni á sólarhring, sbr:
 • http://www.visir.is/myndlistarneminn-kukadi-i-kassanum/article/2015151139899

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: