heimspekismiðja

Archive for ágúst, 2015|Monthly archive page

Ný heimspekibók var að koma út: Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki

In Uncategorized on ágúst 29, 2015 at 9:38 f.h.

Út var að koma bókin Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki. Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti kynjamála með heimspekilegum hætti. Í bókinni má finna kveikjur að heimspekilegum samræðum um kynjamál handa fólki á öllum aldri, börnum, unglingum og fullorðnum. Einnig eru tillögur að notkunarmöguleikum. Höfundur texta er Jóhann Björnsson og um myndskreytingar sá Björn Jóhannsson. Bókin fæst í bókaverslunum Eymundsson og Máls og menningar, en hana má einnig panta með því að senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com. Verð (ef pantað er): kr. 2500-
bókin er 47 bls. Útgefandi Sísyfos heimspekismiðja. Mögulegt er að fá kynningu frá höfundi á því hvernig nálgast megi kynjamálin með aðferðum heimspekinnar.

Untitled

Heimspekingurinn Stephen Law í heimsókn

In Uncategorized on ágúst 23, 2015 at 10:40 f.h.

Breski heimspekingurinn Stephen Law verđur hér á landi í bođi Siđmenntar og flytur tvö erindi á vegum félagsins. Mánudaginn 31. ágúst ræđir Law þađ sem hann kallar Believing bullshit á Kex hosteli Skúlagötu 28 kl. 20.

Miđvikudaginn 2. september kl.17 í stofu HT104 á Háskólatorgi,  flytur hann erindi sem kallast The war for children’s mind.

Auk þess mun Law hitta háskólakennara og nemendur á meðan á dvöl hans stendur.

Stephen Law er heimspekingur og rithöfundur. Á međal bóka sem hann hefur gefiđ út eru Believing Bullshit, The Philosophy Gym, The Great philosophers, A very short Introduction to Humanism, The War for Children´s Mind. Hann hefur einnig skrifað bækur sem höfða til barna og unglinga s.s. The philosophy Gym, The Philosophy Files og The Outer Limits. Hann ritstýrir einnig tímaritinu Think: Philosophy for everyone. Hann hefur birt fjölda greina og í síðasta hefti Hugar Tímariti Félags áhugamanna um heimspeki birtist grein eftir hann um heimspekinginn Immanúel Kant í þýðingu Gunnars Ragnarssonar.

Allir eru velkomnir á þessa viðburði.

Stephen Law mynd

Stephen Law fyrir miðju á alþjóðaþingi International Humanist and Ethical Union í ágúst 2014.

20150816_123845

Nánar um Stephen Law:

http://journals.cambridge.org/repo_A72V8TEm

http://www.centerforinquiry.net/blogs/blibnblob

http://www.closertotruth.com/contributor/stephen-law/profile

%d bloggurum líkar þetta: