heimspekismiðja

Archive for október, 2013|Monthly archive page

Langar þig að bæta smá heimspeki í kennsluna hjá þér en veist ekki alveg hvernig þú átt að fara að?

In Uncategorized on október 29, 2013 at 5:10 e.h.

Langar þig að bæta smá heimspeki í kennsluna hjá þér en veist ekki alveg hvernig þú átt að byrja? Haldið verður stutt námskeið fyrir kennara sem vilja byrja að kenna heimspeki eða bæta heimspeki í kennsluna hjá sér en vantar hugmyndir að því hvernig fara megi að.

Námskeiðsdagar: Laugardagurinn 9. nóvember kl. 10 – 12 og laugardagurinn 23. nóvember kl. 10 – 12.

Kennari er Jóhann Björnsson MA í heimspeki og kennari við Réttarholtsskóla.

Farið verður í heimspekilegar æfingar sem finna má í bókinn „Eru allir öðruvísi?“ og sýnt hvernig megi yfirfæra þær yfir á ýmsar námsgreinar.

Verð námskeiðs kr. 5000 – kennslubók fylgir með.

Eftir þetta námskeið er möguleiki á framhaldsnámskeiði og / eða stuðningi og ráðgjöf.

Nánari upplýsingar og skráning: Jóhann Björnsson johannbjo@gmail.com eða í síma 8449211.

Tilboð á heimspekibókum í október

In Uncategorized on október 1, 2013 at 8:04 e.h.

Tvær heimspekibækur fást á tilboðsverði núna í október

Um húmanisma

 Þessi bók kom fyrst út 2004 og hefur verið margendurútgefin, síðast 2012 með viðbótum.  Höfundurinn, Richard Norman, er ákafur talsmaður þess að við snúum okkur að sjálfum okkur, ekki trúarbrögðunum, ef við viljum svara spurningu Sókratesar: Hvernig lífi er best að lifa?

 Sagt hefur verið að þessi bók eigi skilið að verða óopinber stefnuskrá húmanismans.

 Richard Norman, fyrrum heimspekiprófessor við Háskólann í Kantaraborg,  hefur sent frá sér fjölmargar bækur, þar á meðal The Moral Philosophersog Ethics, Killing and War.

Verð kr. 2695 – (sendingargjald innifalið)

 

Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki

Þessari bók er ætlað að fjalla um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem getur hentað fólki á öllum aldri börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema. Bókina má nota á ýmsan hátt. Hún getur gagnast í kennslu með nemendum á ýmsum aldri og fullorðnum. Hana má einnig nota sér til ánægju í heimahúsum eða í sumarbústaðnum í góðra vina hópi þar sem áhugi er á að ræða og pæla saman.

Höfundur er Jóhann Björnsson MA í heimspeki. Björn Jóhannsson myndskreytti.

Tilboðsverð: 1500- (sendingargjald innifalið)

Nánari upplýsingar og pantanir sendist á netfangið johannbjo@gmail.com eða í síma 8449211

um húmanismaforsíðumynd

 

%d bloggurum líkar þetta: