heimspekismiðja

Archive for maí, 2012|Monthly archive page

Eru allir öðruvísi?

In Uncategorized on maí 16, 2012 at 4:35 e.h.

Eru allir öðruvísi? Fjölmenningin skoðuð heimspekilega.

Seinni part sumars eða í byrjun hausts er væntanleg bókin Eru allir öðruvísi? Í bókinni er  fjölmenningin skoðuð með aðferðum heimspekinnar. Bókin samanstendur af stuttum textum og fjölmörgum heimspekilegum spurningum um fjölmenninguna sem ætlað er að hvetja til umhugsunar og samræðna um þetta mikilvæga mál. Bókin er tilvalin til kennslu heimspeki fyrir allan aldur og í henni má finna kennsluleiðbeiningar og tillögur að viðfangsefnum með nemendum. Hér er þó ekki eingöngu um kennslubók að ræða því hún er tilvalin fyrir alla sem áhuga hafa á að hugsa og rökræða fjölmenninguna.

Textinn er eftir Jóhann Björnsson og myndskreytingar eru eftir Björn Jóhannsson. Þróunarsjóður innflytjendamála styrkti gerð bókarinnar.

Þeir sem vilja panta eintak geta haft samband. Nánari upplýsingar hér á síðunni „Hafa samband“.

%d bloggurum líkar þetta: