heimspekismiðja

Archive for júní, 2014|Monthly archive page

Ný heimspekibók komin út

In Uncategorized on júní 1, 2014 at 9:08 e.h.

Út er komin bókin Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? …. og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er. Jóhann Björnsson tók saman.

forsiða

 Bókin samanstendur af heimspekilegum spurningum, lífstilraunum og stuttum pælingum sem byggja á hversdagslegum veruleika. Með heimspekilegum spurningum er leitað svara við ýmsum óræðum gátum tilverunnar. Það er margt sem leitar á hugann sem erfitt er að svara en engu að síður er svara vert. Heimspekilegar lífstilraunir eða ævintýri daglegs lífs fá okkur til þess að upplifa líf okkar undarlega. Þetta er oft gert sem skemmtun, ögrun eða áskorun. Með heimspekilegum lífstilraunum getum við kallað fram skemmtileg viðbrögð hjá öðrum og jafnvel komið okkur sjálfum á óvart.  Bókin hefur orðið til á mörgum árum samhliða heimspekikennslu við Réttarholtsskóla og er henni meðal annars ætlað að stuðla að því að heimspeki geti verið skemmtilegt tómstundagaman. Bókin er einnig tilvalin sem tækifærisgjöf fyrir hvern sem.

Bókin er væntanleg í bókaverslanir á næstunni en hana má panta beint með því að senda póst á johannbjo@gmail.com (s. 8449211) og fæst hún þannig á kr. 1500-

JB

%d bloggurum líkar þetta: