heimspekismiðja

Archive for júní, 2013|Monthly archive page

Eru allir öðruvísi? Ný prentun

In Uncategorized on júní 30, 2013 at 12:42 f.h.

Ný prentun var að koma af bókinni Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki. Höfundur er Jóhann Björnsson en um myndskreytingu sá Björn Jóhannsson 20 ára gamall nemi í bifreiðasmíði.

Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldri, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar?

Bókina má nota á ýmsan hátt. Hún getur gagnast í kennslu með nemendum á ýmsum aldri og fullorðnum. Hana má einnig nota sér til ánægju í heimahúsum eða í sumarbústaðnum í góðra vina hópi þar sem áhugi er á að ræða og pæla saman. Heimspeki er jú nefnilega líka tómstundagaman.

Bókin er alls 60 blaðsíður. Í bókinni má finna ítarlegar tillögur og leiðbeiningar um notkunarmöguleika.

Bókin fæst í flestum verslunum Eymundsson en hana má einnig panta með því að senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com eða hringja í síma 8449211.

forsíðumynd

Kennslurými á Ítalíu

In Uncategorized on júní 14, 2013 at 9:08 f.h.

Myndirnar voru teknar í skólaheimsóknum í Florens á Ítalíu í maí s.l. Kennslurýmin og aðstaðan er um margt merkileg, en við skulum láta myndirnar tala sínu máli.

italia8italia3

 

italia4

italia6italia5

ítalia1italia2

 

italia9

Þegar allir eru pirrandi, kvartandi og rífandi kjaft

In Uncategorized on júní 9, 2013 at 8:41 e.h.

Nú er komið að svörum við síðustu spurningunni sem ég lagði fyrir nemendur mína í heimspekinni í vetur sem lið í uppgjöri vetrarins.

Spurningin er: Hvað var verst við heimspekitímana?

– Þegar allir töluðu í einu.

– Þegar fólk sem veit ekki neitt ákveður að tala og segja eitthvað heimskulegt. Þá fer ég að efast um mannkynið.

– Tímarnir voru snemma á morgnana og stundum er maður ósammála einhverjum og verður þá pirraður.

– Umræðan um ástina því það er svo auðvelt umfjöllunarefni.

– Að við komumst sjaldnast að niðurstöðu.

– Þegar við fáum enga niðurstöðu í málunum.

– Sum mál eru minna áhugaverð en önnur og sumir tala „ofan í“ aðra.

– Mér fannst við of mörg og þess vegna urðu stundum læti. Einnig kom það í veg fyrir að allir gætu sagt skoðun sína á ýmsum málum.

– Ákveðnir nemendur sem tóku enga alvarlega og hunsuðu skoðanir annarra.

– Þegar allir tala í einu.

– Þegar fólk grípur frammí

– Þegar allir eru pirrandi, kvartandi og rífandi kjaft.

Þar hafið þið það. Á ýmsu hefur gengið í vetur eins og sjá má á nokkrum undanförnum færslum. En það sem mestu skiptir er að jafnt og þétt hef ég séð framfarir í hópunum sem felast í virkari hlustun, nemendur urðu ófeimnari við að mynda sér – og tjá sínar eigin skoðanir og rökin urðu betri.

aula video italiaMyndin er tekin í skólaheimsókn í Flórens á Ítalíu í maí 2013 við upptökuherbergi. (ljósm JB)

Ánægjan af því að heyra skoðanir annarra

In Uncategorized on júní 4, 2013 at 4:52 e.h.

Í undanförnum færslum hef ég birt sjónarmið nemenda á heimspekitímum í vetur. Nokkrir nemendanna tjáðu sig einnig um það hvað hafi verið best og verst við heimspekitímana í vetur. Við skulum skoða svörin í þessari færslu við því hvað var best:

Hvað var best við heimspekitímana?

– Að ræða mismunandi hluti og heyra ólíkar skoðanir annarra.

– Hlusta á hvað annað fólk hafði að segja. Mér fannst gaman að heyra um Schopenhauer.

– Umræðurnar eru skemmtilegastar og svo var gaman að vinna með kvikmynd.

– Að fá færi á að koma með sitt álit / skoðun.

– Skemmtilegar samræður.

– Maður þarf ekki alltaf að skrifa.

– Verkefnið þar sem við þurftum að velja einn kost af þremur þar sem allir voru slæmir.

– Öll skemmtilegu verkefnin.

– Samræður og verkefni.

– Þegar við vorum að ræða um skemmtilega hluti en ekki létta.

– Heyra skoðanir hjá öllum.

– Að gera eitthvað skemmtilegt með vinum og ekkert heimanám.

Í næstu færslu skoðum við síðan hvað var verst við heimspekitímana í vetur.

2012-07-10 03.12.58Margir náðu nokkuð góðu „flugi“ í heimspekitímunum í vetur. (ljósm. ÁMJ)

Að hugsa betur

In Uncategorized on júní 1, 2013 at 12:05 e.h.

Við höldum áfram að skoða álit nemenda 9. og 10. bekkja á heimspekináminu sem þeir hafa sótt í vetur í Réttarholtsskóla. Nú er komið að næstu spurningu sem þeir svöruðu:

Hefur þú lært eitthvað í heimspekitímunum í vetur?

– Hvernig á að rökstyðja.

– Að hugsa betur.

– Já ég hef lært að rökræða, um rökhugsun og að skilja heiminn.

– Já um siðareglur. Ég komst líka að því hversu ólíkar skoðanir fólk getur haft á hlutunum.

– Já ég tel mig hafa lært ýmislegt um mismunandi hluti t.d. um drauma, að hugsa gagnrýna hugsun o.s.frv.

– Hugsa gagnrýnið, hugsa betur og bara hugsa meira yfirhöfuð.

– Já ég hef lært að hugsa meira út í það sem er verið að fást við og mynda mér eigin skoðanir.

– Já t.d. gagnrýna hugsun.

– Já ég hef lært að koma skoðunum mínum á framfæri í daglegu lífi.

– Já ég hef lært betur að rökræða og hlusta á skoðanir annarra.

– Að rökræða og líta á hlutina frá mismunandi sjónarhornum.

– Já heimspeki, siðfræði, rökræðulist, hugsunarhátt og umhugsunarvirkni.

– Já t.d. hvernig fólk bregst við ýmsu og hver ber ábyrgð í hinum ýmus málum.

– Að mjög margir hafa mjög mismunandi skoðanir og oftast komumst við ekki að niðurstöðu.

– Já ég er betri í að rökræða sem kemur til góðs á heimili mínu. Oftast vinn ég foreldra mína þegar við erum að rökræða.

Það var aðeins meira sem nemendur höfðu um heimspekitímana að segja. Meira um það í næstu færslu.

2012-10-21 12.27.50

Heimurinn upplifaður undarlega? (ljósm. JB London 2012)

%d bloggurum líkar þetta: