heimspekismiðja

Archive for júní, 2012|Monthly archive page

Hvað segja nemendur að loknu vetrarstarfi?

In Uncategorized on júní 8, 2012 at 11:03 f.h.

Við Réttarholtsskóla stundar á ári hverju fjöldi nemenda heimspeki. Í síðustu kennslustund vetrarins í einum hópi lagði ég fyrir nokkrar spurningar sem ég bað nemendur um að svara skriflega. Spurningar þessar hafa með hugmyndir þeirra um heimspeki að gera og eru hér svör nokkurra nemenda:
Hvað er heimspeki?
– Að svara spurningu og fá spurningu úr þeim og fá spurningu úr þeim o.s.frv.
– Pælingar um heiminn og reyna að skilja umhverfi okkar betur.
– Heimspeki er eins og orka, maður veit hvað hún gerir en ekki hvað hún er.

Telur þú að heimspeki sé eða geti verið gagnleg?
– Já maður þarf að hugsa rökrétt og gagnrýnið.
– Hún er gagnleg svo maður geti tekið sem réttastar ákvarðanir.
– Já ef maður ætlar að þykjast gáfaður.
– Já gagnrýnin hugsun hjálpar afar mikið til.
– Já heimspeki er gagnleg af því að hún getur hjálpað fólki að dæma og skoða hluti betur.
– Já það er gott að kunna að horfa á hluti með gagnrýnu hugarari.
– Já hún hjálpar manni að rökstyðja svör í ýmsum öðrum fögum.
– Já maður lærir að rökræða.

Telur þú þig hafa lært eitthvað í heimspekitímunum í vetur?
– Gagnrýnið hugarfar og að vera óhræddur við að rökræða.
– Ég lærði að röksytðja svör mín og hugsa á annan hátt.
– Já mér finnst ég hafa lært að skoða hlutina betur og komast til botns í málunum.
-Já skoða hlutina betur og gagnrýna.
– Já að rökræða og hugsa aðeins út fyrir kassann.
– Rökræða og hugsa gagnrýnið.

Hvað var best við heimspekitímana?
– Það er gott að fá að tjá sig um hlutina og það gerir maður í heimspeki meira en í öðrum tímum.

JB

Heimspekilegar lífstilraunir

In Uncategorized on júní 8, 2012 at 10:29 f.h.

Þrír nemendur við Réttarholtsskóla unnu verkefni um heimspekilegar lífstilraunir við skólann. Afraksturinn má sjá á eftirfarandi vefslóð:

%d bloggurum líkar þetta: