heimspekismiðja

Archive for maí, 2013|Monthly archive page

Það er gott fyrir heilann að hugsa aukalega

In Uncategorized on maí 30, 2013 at 5:55 e.h.

Í síðustu færslu birtust svör nemenda í heimspeki við spurningunni hvað er heimspeki? Næsta spurning sem nemendurnir við Réttarholtsskóla svöruðu var sú hvort þeir teldu heimspeki vera gagnlega. Hér koma svör nokkurra nemenda.

Telur þú að heimspeki sé eða geti verið gagnleg?

– Já örugglega, en ég held að maður geti ekki fengið vinnu ef maður er bara heimspekingur.

– Já mjög, hún er t.d. góður grunnur fyrir önnur fög.

– Já hún fær mann til að hugsa aukalega og það er gott fyrir heilann.

– Já hún getur verið gagnleg t.d. til að koma að nýjum hugmyndum í vísindum.

– Já. Oft er komist að niðurstöðu í ýmsum málum. Hægt er að auka skilning og svo getur heimspekin útvegað manni vinnu sem heimspekingur.

– Já heimspeki er gagnleg vegna þess að án heimspeki væri engin með neinar tillögur um neitt, þá væri frekar erfitt að velja á milli hluta.

– Já, hún hjálpar okkur að skilja alheiminn, drepa tímann, móta siðferði og líta út fyrir að vera gáfuð.

– Já hún er gagnleg af því að þá fær maður að vita meira og meira.

– Hún er gagnleg fyrir þá sem þurfa að skilja allt og fá svar við öllum spurningum.

– Já maður er að fjalla um hvað er rétt og rangt til dæmis.

– Já t.d. ef þú ert úti í óbyggðum af einhverjum ástæðum og maður er ekki með neitt með sér nema einn eða fleiri vini. Þá er hægt að tala um heimspeki ef það er ekkert að gera.

Næsta spurningin var þessi: Hefur þú lært eitthvað í heimspekitímunum í vetur? Meira um það í næstu færslu.

Að elta svartan kött í myrku herbergi

In Uncategorized on maí 29, 2013 at 5:32 e.h.

Hvað er heimspeki? Jú heimspeki er eins og að elta svartan kött í myrku herbergi. Svona svaraði einn nemandi minn í 9. bekk spurningunni sem varpað var fram hér í upphafi.

Nú er skólaárinu senn að ljúka og þrír heimspekihópar 9. og 10. bekkinga við Réttarholtsskóla hafa tekið saman veturinn með því að svara nokkrum spurningum um heimspekina og heimspekinámið í vetur. Hvað er heimspeki? er fyrsta spurningin af fimm sem nemendur svöruðu. Við skulum skoða nokkur svör nemenda við þessari spurningu. Á næstu dögum skoðum við síðan svör við öðrum spurningum:

Heimspeki er:

-Að hugsa um ýmis mál í heiminum og komast að dýrpri skilningi, yfirleitt með rökum, bæði með og á móti.

– Leið til þess að fá svör við spurningum lífsins.

– Heimspeki er fag þar sem við hugleiðum mörg málefni og látum skoðanir okkar koma fram.

– Pælingar um siðfræði og fleira.

– Ég get ekki fyrir mitt litla líf svarað þessu á einfaldan hátt.

– það er fag sem felur í sér að skilja heiminn.

– Þegar fólk reynir að finna saman svör við flóknum spurningum.

– Það er að pæla í öllu hversdagslegu, einhverju sem maður myndi vanalega ekki pæla í.

– Fræðigrein sem er óskiljanleg.

– Skemmtileg grein í skóla sem er um allskonar pælingar, en í rauninni getur maður stundað heimspeki hvar sem er.

– Að hugsa um undarlega hluti.

– Hvað er ekki heimspeki?

– Heimspeki er að komast að einhverju með gagnrýnni hugsun.

– Heimspeki er þegar þú kemst að einhverju með rökræðum.

– Að spá í hluti sem er vesen að hugsa um.

– Grunnur allra vísinda.

– Heimspeki er þegar það er fundin niðurstaða í máli eða skoðun með gagnrýnni hugsun.

– Þegar einfaldir hlutir eru gerðir flóknir.

Þetta er brot af svörum nemenda við spurningunni hvað er heimspeki? Næsta spurning sem nemendur svöruðu var þessi: Telur þú að heimspeki sé eða geti verið gagnleg? Nánar um það síðar.

%d bloggurum líkar þetta: