heimspekismiðja

Archive for nóvember, 2012|Monthly archive page

Eru allir öðruvísi? Bók um heimspeki og fjölmenningu

In Uncategorized on nóvember 29, 2012 at 8:23 e.h.

Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldri, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar?

Bókina má nota á ýmsan hátt. Hún getur gagnast í kennslu með nemendum á ýmsum aldri og fullorðnum. Hana má einnig nota sér til ánægju í heimahúsum eða í sumarbústaðnum í góðra vina hópi þar sem áhugi er á að ræða og pæla saman. Heimspeki er jú nefnilega líka tómstundagaman.

Bókin er alls 60 blaðsíður og í henni má finna ítarlegar tillögur og leiðbeiningar um notkunarmöguleika. Höfundur texta er Jóhann Björnsson og um myndskrytingu sá Björn Jóhannsson.

Untitled

hver er húðlitaðurBókin fæst í bókaverslunum Eymundsson, en hana má einnig panta með því að senda póst á johannbjo@gmail.com.

Námskeið með heimspekilegu ívafi

In Uncategorized on nóvember 28, 2012 at 6:34 e.h.

Eftirfarandi frétt birtist nýlega um góða skráningu í borgaralega fermingu 2013. Undirbúningsnámskeiðin hefjast eftir áramót og þar skipar heimspekin veigamikinn sess, en þátttakendur fá að kynnast gagnrýninni hugsun og siðfræði og hvernig beita má þessum mikilvægu þáttum heimspekinnar á hin ýmsu mál sem ungt fólk tekst á við í daglegu lífi.

Enn geta áhugasamir skráð sig. Sjá nánar á http://sidmennt.is

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/25/yfir_200_i_borgaralega_fermingu/

Bókin „Eru allir öðruvísi?“ á tilboðsverði í bókaverslunum Eymundsson

In Uncategorized on nóvember 24, 2012 at 5:56 e.h.

Bókarverslanir Eymundsson eru nú með bókina „Eru allir öðruvísi?“ á tilboðsverði kr. 2239- Nánari upplýsingar má sjá á vef verslunarinnar. https://www.eymundsson.is/nanar/?productid=ededf743-2a16-4b02-a1ae-fcfa1bcb9cbc

Enn er þó hægt að panta bókina beint frá útgefanda með því að senda póst á netfangið johannbjo@gmail.com.

Er þágufallsskýki sjúkdómur? Heimspekilegur dagur íslenskrar tungu

In Uncategorized on nóvember 18, 2012 at 1:17 e.h.

Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Að þessu sinni leitaði Íslensk málnefnd í smiðju heimspekinnar til að halda upp á daginn. Nefndarmenn höfðu frétt af því að heimspekin hafi spilað stórt hlutverk á forvarnardaginn í Réttarholtsskóla með prýðilegum árangri og datt þeim í hug að athuga hvort beita mætti heimspekinni á sambærilegan hátt á íslenskt mál.

Undirbúningur hófst á síðustu vorönn og tóku m.a. nemendur í heimspekivali þátt í þeim undirbúningi. Samdar voru spurningar og staðhæfingar um íslenskt mál og svo fyrr í þessum mánuði var efnt til heimspekilegra samræðna í mörgum hópum tíundu bekkinga um íslenskuna. Þrír skólar tóku þátt að þessu sinni í þessari tilraun, Langholtsskóli, Laugarlækjaskóli og Réttarholtsskóli. Síðan var unnið úr því sem fram kom auk þess sem ýmsu var bætt við til þess að kynna á málræktarþingi sem fram fór í Laugardaglhöllinni á degi íslenskrar tungu.

Allt saman var þetta vel heppnað og má sjá brot af því sem nemendurnir kynntu hér á eftir.  En hér eru nokkur dæmi um þær staðhæfingar sem ræddar voru heimspekilega af nemendum og kennurum:

– íslenskukennsla í grunnskólum er óhagnýt. – það á að þýða erlend bórgarheiti sbr. Köbenhavn/Kaupmannahöfn, New York/Nýja Jórvík, London/Lundúnir o.s.frv. – Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt og ekki vilja taka upp íslensk nöfn ættu þá að þýða nöfnin sín sbr, Hope/Von, Max/Hámark, Charlie/Karl, Lipman/Varamaður o.s.frv. – Y má taka út úr íslenskunni. – Erlend áhrif eru góð fyrir íslenskuna. – Íslendingar ættu að syngja á íslensku í evrópsku söngvakeppninni. – Íslenskan mun aldrei leggjast af. – islenskan er skemmtileg. Og margt fleira.

Hvað ef jólasveinninn fengi hjartaáfall? Dagur heimspekinnar.

In Uncategorized on nóvember 16, 2012 at 4:21 e.h.

Þriðja fimmtudag í nóvember ár hvert er haldið upp á dag heimspekinnar. Það er UNESCO sem átti frumkvæði að því að einn dagur á ári yrði helgaður heimspekinni. Nú var í þriðja sinn haldið upp á daginn við Réttarholtsskóla með því að heimspekinemar við skólann gerðu sig og hugmyndaflug sitt sýnilegt. Fyrir tveimur árum sýndu nemarnir heimspekilegar spurningar sem þeir höfðu samið á göngum skólans og hvöttu til virkrar umhugsunar um þær. Á síðasta ári sýndu nemarnir allskyns staðhæfingar og hvöttu fólk til að taka afstöðu til þeirra. Í ár var ákveðið að fara í „hvað ef…?“ leikinn. Nemarnir í ár sömdu fleiri hundruð heimpekilegra spurninga sem allar byrja á orðunum „Hvað ef…? Hátt á annað hundrað spurninga voru síðan til sýnis í gær og í dag. Hér á síðunni má sjá sýnishorn af sýningunni.

Bókin „Eru allir öðruvísi?“ uppseld hjá útgefanda. Önnur prentun væntanleg á mánudag.

In Uncategorized on nóvember 9, 2012 at 10:19 e.h.

Fyrsta prentun bókarinnar „Eru allir öðruvísi?“ sem fjallar um fjölmenningu og heimspeki er nú uppseld hjá útgefanda. Önnur prentun er í vinnslu og er væntanleg seinnipartinn á mánudag. Enn eru þó nokkur eintök til í nokkrum bókaverslunum Eymundsson.

Þeir sem vilja tryggja sér eintak geta pantað bókina með því að senda tölvupóst á johannbjo@gmail.com eða hringt í síma 8449211. Verð er kr. 2500.-

Nánar má lesa um bókina í annarri færslu hér á síðunni.


Hamingjan rannsökuð (framhald)

In Uncategorized on nóvember 6, 2012 at 4:22 e.h.

Hamingjan rannsökuð

In Uncategorized on nóvember 5, 2012 at 7:08 e.h.

Nemendur í 10. bekk við Réttarholtsskóla sem leggja stund á heimspeki taka þátt í svokkölluðu etwinning verkefni, evrópsku samstarfsverkefni skóla þar sem fjallað er um hamingjuna. Þeir hafa nýverið tekið sér góðan tíma til að vega og meta ýmsa þætti sem hafa áhrif þegar um hamingju og óhamingju er að ræða. Aðrir skólar sem taka þátt í þessu verkefni eru í Frakklandi og Finnlandi. Við skulum skoða hluta af því sem fram kom í þessari vinnu hjá nemendum Réttarholtsskóla. Verkefnið er á ensku þar sem það er sent til samstarfsskólanna.

Sjá framhald í næstu færslu hér til vinstri á síðunni.

Heimspekilegur forvarnardagur

In Uncategorized on nóvember 1, 2012 at 1:57 e.h.

Í gær var forvarnardagurinn svokallaði haldinn í mörgum skólum. Við Réttarholtsskóla hefur verið farin sú leið á forvarnardaginn að rökræða heimspekilega ýmis mál sem tengjast forvörnum. Ákveðin lína hefur verið lögð af forsetaembættinu varðandi þennan dag þar sem áhersluatriðin snúa einkum  að mikilvægi fjölskyldusamveru og tómstundastarfi (sjá nánar á http://forvarnardagur.is).

Á síðasta ári var ákveðið við Réttarholtsskóla að nálgast viðfangsefnið heimspekilega og tókst það svo vel að ákveðið var að gera slíkt aftur í ár. Áhugi nemenda á að ræða og mynda sér skoðanir á forvarnarmálum hefur reynst afskaplega mikill, enda eru umfjöllunarefnin athyglisverð og öllum gefst kostur á að mynda sér skoðanir og færa fyrir þeim rök. Virk umhugsun er hér meginmarkmiðið. Það sem við gerum er að nemendur fá tækifæri til að meta hvort ýmsar staðhæfingar sé skynsamlegar eða óskynsamelgar, réttar eða rangar, eða hvort þeir séu þeim sammála eða ósammála. Síðan er rökrætt í 12-15 manna hópum þar sem einn kennari stýrir rökræðum hvers hóps.

Skoðum nokkur dæmi um staðhæfingar sem nemendur þurftu að taka afstöðu til. Vissulega komumst við ekki yfir allar þessar staðhæfingar, heldur drógum við og rökræddum eins og við höfðum tíma til þ.e. í þær 80 mín sem varið var í rökræðurnar. Markmiðið er ekki að „afgreiða“ allar þessar staðhæfingar heldur að efla umhugsunarvirkni um forvarnarmál.

– Foreldrar sem reykja ættu að hafa leyfi til að senda börnin sín út í búð til að kaupa sígarettur. – það ætti að banna áfengi á Íslandi. – Áfengiskaupaaldurinn ætti að vera 23 ár. – Áfengi er gleðigjafi. – Það er verra að taka í vörina heldur en að reykja. – Áfengi er skaðlegra en hass. – Áfengi hjálpar manni að eignast vini. – Betra er að horfa á sjónvarpið með foreldrum sínum en að fara í félagsmiðstöðina. – Íþróttir er það eina sem dugar í forvarnarstarfi. – Foreldrar kaupa sígarettur fyrir unglingana sína. – Með aukinni drykkju aukast líkur á ofbeldi. – Ef enginn notaði tóbak færu margir tóbaksbændur á hausinn og margir starfsmenn í tóbaksverksmiðjum misstu vinnuna. – Þeir sem stunda íþróttir verða síður alkóhólistar en aðrir. – Það ætti að lögleiða kannabisefni. – Tónlist er betri forvörn en íþróttir. – Foreldrar kaupa áfengi fyrir runglingana sína. – Áfengi er skaðlegt. – Þeir sem nota fíkniefni geta alltaf hætt því ef þeir vilja. – Þú mátt gifta Þig 18 ára og kaupa áfengi 20 ára. – Ef foreldrar drekka áfengi hafa þeir ekki rétt á að banna unglingunum sínum að drekka. – Það á að banna leikurum að reykja í bíómyndum og í leikhúsum.

 

%d bloggurum líkar þetta: