heimspekismiðja

Að elta svartan kött í myrku herbergi

In Uncategorized on maí 29, 2013 at 5:32 e.h.

Hvað er heimspeki? Jú heimspeki er eins og að elta svartan kött í myrku herbergi. Svona svaraði einn nemandi minn í 9. bekk spurningunni sem varpað var fram hér í upphafi.

Nú er skólaárinu senn að ljúka og þrír heimspekihópar 9. og 10. bekkinga við Réttarholtsskóla hafa tekið saman veturinn með því að svara nokkrum spurningum um heimspekina og heimspekinámið í vetur. Hvað er heimspeki? er fyrsta spurningin af fimm sem nemendur svöruðu. Við skulum skoða nokkur svör nemenda við þessari spurningu. Á næstu dögum skoðum við síðan svör við öðrum spurningum:

Heimspeki er:

-Að hugsa um ýmis mál í heiminum og komast að dýrpri skilningi, yfirleitt með rökum, bæði með og á móti.

– Leið til þess að fá svör við spurningum lífsins.

– Heimspeki er fag þar sem við hugleiðum mörg málefni og látum skoðanir okkar koma fram.

– Pælingar um siðfræði og fleira.

– Ég get ekki fyrir mitt litla líf svarað þessu á einfaldan hátt.

– það er fag sem felur í sér að skilja heiminn.

– Þegar fólk reynir að finna saman svör við flóknum spurningum.

– Það er að pæla í öllu hversdagslegu, einhverju sem maður myndi vanalega ekki pæla í.

– Fræðigrein sem er óskiljanleg.

– Skemmtileg grein í skóla sem er um allskonar pælingar, en í rauninni getur maður stundað heimspeki hvar sem er.

– Að hugsa um undarlega hluti.

– Hvað er ekki heimspeki?

– Heimspeki er að komast að einhverju með gagnrýnni hugsun.

– Heimspeki er þegar þú kemst að einhverju með rökræðum.

– Að spá í hluti sem er vesen að hugsa um.

– Grunnur allra vísinda.

– Heimspeki er þegar það er fundin niðurstaða í máli eða skoðun með gagnrýnni hugsun.

– Þegar einfaldir hlutir eru gerðir flóknir.

Þetta er brot af svörum nemenda við spurningunni hvað er heimspeki? Næsta spurning sem nemendur svöruðu var þessi: Telur þú að heimspeki sé eða geti verið gagnleg? Nánar um það síðar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: